Print

Öskudagsgleði

Þann 20.02.2015. Ritað í Fréttir

oskudagurSkemmtileg vika að baki. Bolludagur með rjómabollum, sprengidagur með saltkjöti og baunasúpu og öskudagur þar sem slegið var upp balli og kötturinn sleginn úr tunnunni. Eldri börnin bjuggu sjálf til búninga fyrir daginn en yngstu börnin mættu í leikskólann í náttfötum.

Print

Sleipnir í heimsókn

Þann 13.02.2015. Ritað í Fréttir

IMG 1727Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur gert áttfætta goðsagnahestinn Sleipni að sérstökum félaga sínum. Sleipnir stendur fyrir ýmsum lestrarhvetjandi verkefnum fyrir börn og heimsótti börnin í Greni og Reynihlíð sl. föstudag. Hér er hægt að lesa meira um verkefnið.

 

Print

Hamborgaraveisla

Þann 06.02.2015. Ritað í Fréttir

IMG 1667Börnin í Grenihlíð fengu að velja hádegismatinn þann 6. febrúar. Börnin völdu að hafa hamborgara og var almenn ánægja með matarvalið.